top of page

Orkneyskar Þjóðsögur

Orkneyskar þjóðsögur komu út 4. september 2014 hjá bókaútgáfunni Sæmundi en þær voru þýddar tíu árum fyrr. Á frummálinu heitir bókin The Mermaid Bride and other Orkney folk tales og var hún gefin út í Orkneyjum árið 1998. Tom Muir safnaði saman sögunum og Bryce Wilson sá um myndskreytingar. Myndir Wilson fengu síðan einnig að prýða þýðinguna.   

   Í Orkneyskum þjóðsögum er kynntur heillandi heimur ýmissa vætta lands og sjávar; þarna eru trítlar, álfar, haugbúar og jötnar ásamt Finnfólki og nánykrum, svo að einhverjar séu nefndar. Sumar sögunar eru kunnuglegar og áþekkar þeim sem við eigum að venjast úr íslenskum þjóðsögum en aðrar eru býsna framandi.

​

Tom Muir

Tildrög

Ég kynntist Tom Muir á vordögum árið 2003 í gegnum Evrópuverkefnið „Destination Viking – Sagas and Storytelling”. Að verkefninu vann fólk frá sex þjóðlöndum: Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Skotlandi og Svíþjóð og það var styrkt af Norðurslóðaáætlun ESB (Northern Periphery Programme).  Á samráðsfundi í Orkneyjum, í ársbyrjun 2004, viðraði ég við Tom að þýða bókina hans. Honum geðjaðist vel að hugmyndinni og ég flaug með hana í farteskinu heim til Íslands.

Bryce wilson

umfjallanir

Hér má hlýða á viðtal við mig um þýðinguna,

í Víðsjá 24. september 2014.

​

Hér má nálgast stutta umfjöllun Kvennablaðsins,

frá 19. október 2014,

og lesa eina söguna um Tomma Hay og álfana. 

​

Hér má lesa gagnrýni Árna Matthíassonar

sem birtist í Morgunblaðinu 20. desember 2014.

Góð mynd af kápu_edited.jpg
bottom of page