top of page
Ævintýragarðurinn 
Umsagnir
þar sem Ása, Signý og Helga koma hvergi við sögu

Bókin kom út hjá bókaútgáfunni Sæmundi í október 2015.

​

Sagan fjallar um tvær vinkonur sem eru báðar úr óhefðbundnum fjölskyldum. Sagan hverfist þó ekki um það heldur hitt að þær telja sig vera orðnar nógu stórar til að fara einar í skólann. Þær eru að byrja í fyrsta bekk, í nýjum skóla, þekkja ekki leiðina og villast inn í stóran almenningsgarð - sem þær upplifa sem ævintýragarð. Þar lenda stöllurnar í ýmsum ævintýrum sem geyma vísanir í Hans og Grétu, Rauðhettu og úlfinn, Stígvélaða köttinn og Njálu. Blessunarlega fær sagan einnig endi ævintýranna og allt fer vel að lokum.

​

Fallegar myndir Bjarna Þórs Bjarnasonar prýða hverja síðu. Skoða má síðu listamannsins hér: Gallerí Bjarni Þór

,,Las hana fyrir eina 7 ára um helgina og við vorum báðar rosa ánægðar. Myndirnar flottar og textinn snilld. Til hamingju."

 

,,Frábær bók. Ömmustelpan mín sem er að verða 10 ára lofaði hana í hástert og fer fram á það að höfundurinn skrifi fleiri bækur."

​

,,Bókin þín féll aldeilis í kramið á mínu heimili. Við mæðgur skemmtum okkur báðar konunglega - við mælum því klárlega með þessari góðu og fallegu bók (fyrir allan aldur ;)). Takk fyrir okkur."

​

,,Las bókina þína fyrir börnin í gær og þau elskuðu hana. Föttuðu vísun í hinar og þessar sögur sem víkkuðu ævintýraheim bókarinnar. Nokkrum sinnum spurt hvað þýðir þetta, sem eykur orðaforða til muna. Mér fannst einnig gaman að lesa hana með leikrænum tilburðum."

​

bottom of page