top of page

Ég fór hvergi

Sjálfhverf ljóð

Ég fór hvergi: Sjálfhverf ljóð hverfast um uppgjör við fortíðina og gera atrennu að sátt við líðandi stund. Ég gaf bókina út sjálf, árið 2012, en flest ljóðin voru ort á árunum 2002-2003 þegar ég var í skemmtilegum hópi ljóðvina í Borgarnesi.

Tásurnar-FRAMAN.jpg

Tásur

Hinn dásamlega skemmtilegi ljóðahópur Tásurnar er góður félagsskapur. Meira um þær hér!

hnýsni

að tjaldabaki listamanna

Ljóðrænir textar við fáeinar ljósmyndir Geira(Geirix) í þessari fallegu bók sem kom út í desember 2014. Hér má finna frekari upplýsingar um Geira og skoða verk hans.

Ísabrot

Ég var í afar skemmtilegum og uppbyggilegum borgfirskum ljóðahópi á árunum 2000-2004. Hópurinn kallaði sig Ljóðahópinn Ísabrot og í honum voru, á mismunandi tímum þó: Finnur Torfi Hjörleifsson, sem leiddi hópinn, Björk Jóhannsdóttir, Edda Magnúsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Kristín R. Thorlacius, Ragnheiður Ásmundsdóttir, Snjólaug Guðmundsdóttir, Stefán Gíslason, Steinunn Eiríksdóttir, Sverrir Hafsteinsson og ég.

Hópurinn gaf tvisvar út úrval ljóða: Fley og fagrar árar (2001) og Fley og fleiri árar (2002). Þá tók hann þátt í upplestrum og sömuleiðis fengu ljóðin að prýða veggi Listasafns Borgarness um stundarsakir. 

Broddar_edited.jpg

Metsölubókin

Broddar

Ljóðabók þessi kom út á vormánuðum 2021 og geymir femínisk ljóð, ljóðabrodda sn sumir þeirra eru vísir með að stinga.

Umsagnir

„Blossi. Broddabálkur þinn er hrífandi. Ljóð er tjáningarform tilfinninga. Þessi ljóð þín loga af tilfinningum.“

Finnur Torfi Hjörleifsson

 

„Fræðandi og fyndin, klók og hugrökk, berorð og skemmtileg“

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir

 

„Ég fíla hikleysið. Þú biðst ekki afsökunar á neinu. Þessi bók er cocky.“

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir

bottom of page