top of page

Skáld.is

Ég stofnaði vefinn Skáld.is ásamt Ásgerði Ágústu Jóhannsdóttur og var hann opnaður formlega þann 7. september árið 2017. Vefurinn er lifandi vettvangur sem hverfist um íslenskar skáldkonur og hýsir m.a. ýmiss konar skáldskap, viðtöl, fréttir og fræðigreinar ásamt upplýsingum um viðburði. Ennfremur geymir vefurinn skáldatal, þ.e. lista yfir skáldkonur, ævi þeirra og skáldverk. Markmiðið er að á vefnum megi finna upplýsingar um allar íslenskar konur sem hafa skrifað og gefið út skáldskap í gegnum tíðina, frá upphafi skráningar til okkar daga.

 

Skáld.is á vefnum

Skáld.is á Facebook 

Ritstjórn

Það hafa orðið breytingar á eignarhaldi vefsins og ritstjórn en nú stýra vefnum ásamt mér Steinunn Inga Óttarsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir.  

samband

Ríflega fjögurhundruð skáldkonur hafa ratað í gagnabankann en betur má ef duga skal. Hægt er að senda  upplýsingar um skáldkonur með því að senda póst á skald@skald.is

Nýja skáld.png
bottom of page